Ódýr flug til Alicante - Ódýrar ferðir til Spánar - WOW air
Stundvís
stemning!

Flug

Frá:
Til:
Brottför:
Heimkoma:
Fullorðnir
Börn <12
Börn <2
Gjaldmiðill:

Hótel

Bílaleiga

Leigustöð:
Leigudagur:
Tími:
Skiladagur:
Tími:

Flug til Alicante

Spánn

Spánn

Spánn

Alicante

Sannkallaður Íslandsvinabær fullur af lífsglöðum Spánverjum, sól og sældarlífi við Miðjarðarhafið. Alicante er einfaldlega yndisleg. 

Sól, sandur og menning  á Alicante!

Blómlegir garðar, gleði og glaumur hvert sem litið er. Klaustur, kirkjur og kastalar til að gægjast inn í og Miðjarðarhafið gælir við fæturna. Dreymir þig um að liggja í fínkorna sandi eftir góða kvöld- eða næturskemmtun, láta bylgjur hafsins leika við hlustir þínar, hafa einn kaldan við hendina og kæla þig öðru hverju í sjónum? Eða viltu byggja sandkastala með börnunum þínum og busla í flæðarmálinu. 

Vissir þú að ströndin á Alicante stendur við samnefnda borg í Valencia-héraði á Spáni?

Vissir þú að ströndin á Alicante stendur við samnefnda borg í Valencia-héraði á Spáni? Það eru aðallega margrómaðar strendurnar sem laða til sín þúsundir ferðamanna á hverju ári. Á Alicante er töluð spænska en flestir tala ensku og jafnvel fleiri tungumál, eða eins og gamli maðurinn sagði sem aldrei lenti í tungumálaerfiðleikum: maður bætir bara o-i fyrir aftan íslenska orðið eins og vín-o og WOW, rauðvínið er komið á borðið! Gjaldmiðillinn er evra, hitastigið er alltaf gott en rokkar frá 16°C um háveturinn á daginn og upp í 32°C yfir hásumarið  

Fyrir rómantíska og ævintýragjarna

Fyrir utan strandlífið er margt að skoða og gera í Alicante og nágrenni þess. Það er nánast skylda að skoða kastalann, Catillo de Santa Barbara en útsýnið þaðan er er einstakt. Fyrir þá sem hafa gaman af kirkjuskoðun, þá er Santa María kirkjan frá 14.-16. öld afar falleg. Skemmtilegt er að rölta um höfnina í Alicante og upplifa stemninguna,  taka göngutúr um El Palmeral garðinn og El Ertea garðinn eða lygna aftur augununum undir pálmatrjánum við Explanada de España. Listrænir ættu að heimsækja Collecia Capa sem er stærsta safn nútímaskúlptúra á Spáni og fyrir ævintýragjarna má mæla með fornleifasafninu, Museo Arquelógico Procvincial.  Fyrir sjóara er sigling til Tabarca-eyja tilvalin og einnig eru þar stærstu hellahvelfingar á Spáni í Canlolbre. Þá er fjöldi góðra golfvalla í nágrenni Alicante.
Eftir dagsins önn er tilvalið að lyfta sér upp og njóta allra þeirra lystisemda sem kvöldlífið í strandbæjunum býður upp á og WOW það er ekkert smávegis.  Fjöldi veitingastaða, bara, verslana og tómstundagarða. Engum ætti að leiðast. 

WOW Ertu búin/n að kaupa sólarvörn?  

Alicante (ALC) flugvöllur er 9 km metra suðvestur af borginni, en það er lengra á strendurnar, a.m.k. 15 km á þær sem styst eru frá flugvellinum. Svo eru fjölmargar fleiri til norðurs og suðurs, þeirra á meðal er Benidorm. Skoðið endilega kort af Alicante-svæðinu.  Það tekur um 20 mínútur að ferðast með leigubíl frá flugvellinum og í miðbæ Alicante. Rútur fara einnig á 40 mínútna fresti.