Besti brönsinn í Dublin
Brunch-menningin í Dyflinni stendur með miklum blóma, gan dabht!
Írland er þekkt fyrir fleira en dökkan, freyðandi og járnríkan Guinness bjórinn. Þótt mjöðurinn svarti sé vissulega saðsamur þá eru fleiri leiðir til að fylla magann í landinu græna, til dæmis með bragðgóðum brunch. Í Dublin standa veitingahúsin vörð um brunch-menninguna, sem stendur með miklum blóma þessa stundina.

Hér eru nokkrir brunch-staðir í Dublin sem kæta bragðlaukana:

Sophie‘s (Dean Hotel)
Brunch matseðill: 11:00 – 15:00 um helgar.
Við mælum með: Full Irish Breakfast og útsýninu
Coppinger Row
Brunch matseðill: 12:30 - 16:00 á sunnudögum.
Við mælum með: Kokteilunum. Þetta er staðurinn fyrir boozy brunch!
Whitefriar Grill
Brunch matseðill: 10:30 - 16:00 um helgar.
Við mælum með: Gambas benedict, huevos rancheros, vöfflunum, kokteilunum…!


Fleiri góðir staðir: Noshington, Farmer Brown's Burger, Brother Hubbard.