Kaupæði í Köben
Ef þú ætlar til Kaupmannahafnar er best að skipuleggja að minnsta kosti einn verslunardag eða þrjá.

Lifandi tíska
Fáar borgir státa af jafnmörgum verslunum sem selja hágæðafatnað á viðráðanlegu verði. Dönsk hönnun er stór ástæða fyrir þessu. Dönsk tíska leggur áherslu á notagildi en er um leið súpersvöl enda á hraðri uppleið um allan heim. Í Kaupmannahöfn er líka haldin stærsta tískuvikan á öllum Norðurlöndunum (29. janúar – 1. febrúar 2019) og í raun má segja að síðan á 7. áratugnum hafi tíska verið ein helsta útflutningsvara Dana.
Tískuhönnuðir á borð við Mads Nørgaard, Rützou og DAY hava verið vinsælir síðustu áratugi og eru að sjalfsögðu enn að gera gott mót. Nýir hönnuðir, t.d. Henrik Vibskov, Stine Goya, Soulland, Wood Wood og Peter Jensen hafa nú þegar náð alþjóðlegum vinsældum fyrir framúrstefnulega hönnun sína og einstakan húmor þegar kemur að tísku.
Kaupmannahöfn er í dag meðal 10 helstu tískuborga heims og að sjálfsögðu nr. 1 í Skandinavíu með háklassa hönnun og flottar verslanir.

Frábærar verslanir
Það finnst varla betri borg til að versla í en Kaupmannahöfn. Úrvalið er frábært og auk þess er auðvelt að rata um borgina. Við mælum með að verslunaferðin byrji í miðbænum á hinu endalausa Striki (Strøget) þar sem hægt er að finna allar bestu verslanakeðjurnar, s.s. HM, Zara, Gina Tricot og fleiri. Eftir því sem maður nálgast Kongens Nytorv verða verslanirnar sífellt flottari og dýrari – við erum að tala um Gucci og Louis Vuitton.
Hinir raunverulegu gimsteinar mitt í öllu þessu finnast þó ekki á aðalverslunargötunum heldur í fallegu hliðargötunum í kring. Prófið að rölta eftir götunum sem liggja frá eða samsíða Strikinu og Købmagergade. Þarna finnið þið búðir með vintage-tískufatnaði, unga danska hönnuði og aðra betur þekkta s.s. Wood Wood, Day, Malene Birger og Henrik Vibskov, auk lítilla skartgripa- og keramíkverkstæða.
Nokkrar götur fyrir utan miðbæinn er líka vel þess virði að kíkja á, t.d. Istedgade, Gammel Kongevej, Elmegade, Jægersborggade and Østerbrogade.
Njótið verslunarferðarinnar og munið að fara í gáfulega skó áður en þið byrjið að þramma.