APIS og ESTA
Að ferðast til Bandaríkjanna, Kanada og Bretlands
Athugið að ESTA-umsóknum verður að skila á netinu eigi síðar en 72 tímum fyrir brottför til Bandaríkjanna og þurfa að vera samþykktar fyrir brottför. Farþegum sem mæta á flugvöllinn án ESTA-staðfestingar eiga á hættu að vera meinað brottför til Bandaríkjanna.
API og APIS
Fyrirframupplýsingar um farþega - Advance Passenger Information
Þegar ferðast er til Bandaríkjanna, Kanada og Bretlands gilda reglur um upplýsingar sem öllum farþegum er skylt að láta í té fyrir flug. Eftirfarandi eru leiðbeiningar um þær upplýsingar sem skylt er að taka fram.
-
Bandaríkin
Stjórnvöld í Bandaríkjunum krefjast þess að öll flugfélög taki saman fyrirframupplýsingar (APIS) um alla farþega fyrir brottför. Hægt er að skrá þessar fyrirframupplýsingar undir BÓKUNIN MÍN. Fyrirframupplýsingar þarf að skrá a.m.k. 72 klukkustundum fyrir brottför þegar ferðast er til Bandaríkjanna. Ef flug er bókað með minna en 72 klukkustunda fyrirvara eru farþegar beðnir um þessar upplýsingar við bókun. Þeir farþegar sem ekki skrá upplýsingarnar tímanlega eiga á hættu að vera vísað frá.
-
Kanada og Bretland
Fyrirframupplýsingum fyrir farþega á leið til Kanada og Bretlands er safnað saman við innritun á flugvellinum.
Farþegar eru beðnir um að skrá allar eða einhverjar af eftirfarandi upplýsingum:
- Öll nöfn (fornafn, millinafn og eftirnafn) nákvæmlega eins og þau eru skrifuð í vegabréfi.
- Fæðingardag og ár
- Þjóðerni
- Búsetuland
- Kyn
- Númer vegabréfs og útgáfuland
- Gildistíma vegabréfs
Farþegum er skylt að skrá vegabréfsupplýsingar eftir að bókun ferðar er lokið, ásamt upplýsingum um dvalarstað í Bandaríkjunum ef þú ert ekki með heimilisfesti þar. Ef þú átt önnur ferðagögn, s.s. vegabréfsáritun (VISA) eða Græna kortið (US Permanent Resident Card), þarftu ekki að skrá þau gögn, en þér ber að sýna þau við innritun á flugvellinum.
Að auki er krafist eftirfarandi upplýsinga fyrir farþega sem ferðast til Bandaríkjanna:
- Heimilisfang í Bandaríkjunum þar sem dvalið er fyrstu nóttina (á ekki við um farþega með ríkisborgararétt eða dvalarleyfi í Bandaríkjunum)
- Úrlausnarnúmer (Redress number) ef við á. Úrlausnarnúmer er númer sem heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna (DHS) getur gefið farþegum sem hafa áður lent í erfiðleikum við innritun í Bandaríkjunum.
ATHUGIÐ: Mögulega þarf að útvega vegabréfsáritun. Sjá upplýsingar um rafræna ferðaheimild (ESTA) og undanþágu frá vegabréfsáritun (Visa Waiver Program) hér fyrir neðan.
Meðferð trúnaðarupplýsinga:
Samgöngustofnun Bandaríkjanna (TSA) krefst þess að fá upplýsingar um fullt nafn, kyn, fæðingardag og ár til að bera saman við eftirlitslista Bandaríkjanna í samræmi við lög nr. 49, 114. grein, hryðjuverkalögin frá 2004 og reglugerð 49, kafla 1540 og 1560. Einnig má gefa upp úrlausnarnúmer ef við á. Ef fullt nafn, kyn, fæðingardagur og ár er ekki gefið upp getur það leitt til þess að farþega er neitað um för eða vísað frá við innritun í Bandaríkjunum.
Samgöngustofnun Bandaríkjanna er heimilt að deila upplýsingum um farþega með lögregluembættum, eftirlitsstofnunum eða öðrum skv. opinberum gagnaheimildum. Sjá vefsíðu samgöngustofnunar Bandaríkjanna www.tsa.gov fyrir nánari upplýsingar um gagnaheimildir, áhrifamat um trúnaðarupplýsingar og meðferð trúnaðarupplýsinga.
ESTA og VWP (Visa Waiver Program)
Ísland er aðili að rafræna vegabréfskerfinu, sem gerir íslenskum ríkisborgurum kleift að ferðast til Bandaríkjanna án vegabréfsáritunar (Visa Waiver Program).
Samkomulag um undanþágur frá vegabréfsáritun (VWP) gefur ríkisborgurum þeirra landa sem tilheyra samkomulaginu kost á að ferðast til Bandaríkjanna án þess að sækja um sérstaka vegabréfsáritun. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna krefst þess hins vegar að allir farþegar sem ferðast með undanþágu frá vegabréfsáritun sæki um rafræna ferðaheimild (ESTA).
ATH! Sækja þarf um ESTA ferðaheimild eigi síðar en 72 tímum fyrir brottför til Bandaríkjanna og umsókn þarf að vera samþykkt fyrir brottför. Bandarísk stjórnvöld hafa hert reglur varðandi ESTA (desember 2018) og gæti farþegum verið neitað um brottför til Bandaríkjanna berist umsókn um ESTA ekki a.m.k. 72 tímum fyrir flug.
Nýjustu upplýsingar um samkomulag um undanþágu frá vegabréfsáritun (VWP) og skilyrði vegna vegabréfa fyrir ríkisborgara má sjá á vefsíðu heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna.
Skilyrði fyrir undanþágu frá vegabréfsáritun:
- Farþegar þurfa að vera að ferðast vegna viðskipta, skemmtunar eða áframhaldandi ferðalaga
- Farþegar mega ekki dvelja lengur en 90 daga í Bandaríkjunum
- Farþegar þurfa að eiga farmiða aftur úr landi
- Farþegar þurfa að hafa samþykkta rafræna ferðaheimild (ESTA)
ATHUGIÐ: Ef farþegi er ekki ríkisborgari í landi sem tekur þátt í samkomulagi um undanþágur frá vegabréfsáritunum (VWP) eða uppfyllir ekki nauðsynleg skilyrði vegna VWP er honum bent á að hafa samband við sendiráð Bandaríkjanna.
Smellið hér til að sækja um rafræna ferðaheimild (ESTA): https://esta.cbp.dhs.gov/esta/
Flug aðra leið
Þeir flugfarþegar sem bóka flug aðra leiðina til Bandaríkjanna verða að framvísa eftirfarandi gögnum við innritun:
- Staðfestingu á fyrirhugaðri heimferð innan 90 daga frá komu til Bandaríkjanna, eða
- Staðfestingu á að viðkomandi farþegi hafi leyfi til að dvelja í Bandaríkjunum í lengri tíma eða til frambúðar.
Liggi þessi gögn ekki fyrir verður flugfarþega meinað að fljúga frá fyrstu brottfararflugstöð.
Frekari upplýsingar
Eftirfarandi eru frekari upplýsingar sem tengjast flugi til og frá Bandaríkjunum: