eTA
Electronic Travel Authorization
Að ferðast til Kanada
Farþegar á leið til Kanada þurfa rafræna heimild (eTA), þar með talið þeir sem eru með atvinnu- og námsmannaleyfi.
Undanþága frá vegabréfsáritun og rafræna ferðaheimildin (eTA)
Samkomulag um undanþágur frá vegabréfsáritun gefur ríkisborgurum þeirra landa sem tilheyra samkomulaginu kost á að ferðast til Kanada án þess að sækja um sérstaka vegabréfsáritun. Kanadísk yfirvöld krefjast þess hins vegar að allir farþegar sem ferðast með undanþágu frá vegabréfsáritun sæki um rafræna ferðaheimild (eTA).
Þetta gildir ekki um:
- Bandaríska og kanadíska ríkisborgara.
- Farþega með gilda vegabréfsáritun.
Það er einfalt að sækja um eTA
Það er einfalt að sækja um rafræna ferðaheimild og tekur aðeins fáeinar mínútur. eTA-umsóknum verður að skila á Netinu og þær þurfa að vera samþykktar fyrir brottför. Til að sækja um verður að hafa gilt vegabréf, kreditkort, og netfang.
Ekki bíða fram á síðustu stundu. Sæktu um rafræna ferðaheimild í tæka tíð og mundu að hafa öll nauðsynleg ferðagögn og skilríki meðferðis á flugvöllinn.
Nánari upplýsingar: http://www.cic.gc.ca/english/visit/eta.asp