Frágangur á farangri
Hvernig er best að pakka og merkja farangur?
Öllum farangri ætti að pakka þannig að hann þoli eðlilega meðhöndlun á ferðalaginu. Á ferðalögum þarf stundum að verja hluti sérstaklega vel. Farþegar bera ábyrgð á að ganga þannig frá farangri sínum að innihaldið skemmist ekki.
Við mælum með því að farþegar tryggi farangur sinn áður en þeir innrita hann í flug, sérstaklega þegar um er að ræða sérfarangur og sérstakan búnað. Ábyrgð WOW air takmarkast við það hvernig farþegi gekk frá farangri sínum og við tilheyrandi lög og reglugerðir.
Farþegar ættu ávallt að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum áður en þeir innrita farangur sinn hjá okkur:
- Merktu töskurnar þínar með nafni þínu, símanúmeri, heimilisfangi og netfangi að innan sem utan.
- Gakktu vandlega frá hlutum þannig að þeir hreyfist ekki innan í töskunni eða detti út.
- Kauptu ferðatryggingu fyrir verðmæta eða viðkvæma hluti.
- Slepptu öllum hættulegum varningi og því sem óheimilt er að ferðast með. Ef hættulegur eða óleyfilegur varningur er í töskunni verður taskan ekki sett um borð í flugvélina. WOW air tekur enga ábyrgð á mögulegri töf sem það veldur á afhendingu töskunnar.
Til og frá Bandaríkjunum
- Notaðu lás sem uppfyllir skilyrði TSA ef þú vilt læsa töskunni þinni þegar ferðast er til og frá Bandaríkjunum.
- Athugið að WOW air tekur enga ábyrgð á skemmdum eða töfum á farangri ef þvinga þarf upp töskur í hefðbundnu öryggiseftirliti TSA af því annars konar lás var notaður.
Ábyrgð okkar er takmörkuð
- Það er á ábyrgð eiganda að tryggja að öllum innrituðum farangri sé pakkað hæfilega og hann varinn skemmdum af mögulegu hnjaski í flutningi.
- Allur handfarangur er á ábyrgð eiganda.
- Við leggjum áherslu á að töskur eru hannaðar til að verja innihaldið. Í flutningi má búast við að eðlileg meðhöndlun sjáist á töskunni.
- Ábyrgð okkar á farangri takmarkast við Montreal sáttmálann líkt og hjá öllum flugfélögum. Forðist óþarfa uppákomur og tryggið að gengið sé frá eigum ykkar í samræmi við eftirfarandi skilyrði.
Innritaður farangur má ekki innihalda eftirfarandi muni:
- Viðkvæma og verðmæta muni
- Réttarskjöl, lykla, lyf
- Peninga, skartgripi, eðalmálma og eðalsteina
- Tölvur, lítil rafmagnstæki, ljósmyndabúnað
- Brothætta muni (t.d. gler, linsur)
- Viðskiptabréf, verðbréf og önnur verðmæti
- Viðskiptagögn, vegabréf og önnur auðkennisgögn og sýni
- Mat og aðrar vörur með lítið geymsluþol
- Ílát eða flöskur sem innihalda vökva sem getur valdið skemmdum á öðrum munum vegna leka eða brota
- Blautan fatnað eða aðra blauta muni sem geta valdið skemmdum á öðrum munum
- Muni sem eru festir utan á töskuna og geta því týnst eða skemmst.
Að pakka nauðsynlegum munum í handfarangur í samræmi við tilgang ferðar:
Eftirfarandi atriði er gott að hafa til hliðsjónar við pökkun á farangri í ákveðnum tilgangi. Við mælum með því að munum sem teljast nauðsynlegir fyrir ferðina sé pakkað í handfarangur. Eftirfarandi eru viðmið og dæmi en ekki tæmandi listi:
-
Fjallgöngur, útivist eða útilegur:
- Yfirhöfn, skófatnaður, hlý nærföt, húfa og vettlingar
-
Skíði eða vetraríþróttir:
- Yfirhöfn, skófatnaður, hlý nærföt, húfa og vettlingar
-
Sumarfrí:
- Sandalar, léttur fatnaður og sundföt
-
Vetrarfrí:
- Yfirhöfn, skófatnaður, hlý nærföt, húfa og vettlingar
-
Íþróttamót eða íþróttaviðburður:
- Íþróttabúnaður, skófatnaður, búningur, liðstreyja, húfa, o.s.frv.
-
Viðskiptaferð eða vinnuferð:
- Viðskipta- og vinnuskjöl, tölva, jakkaföt, skyrta og skófatnaður
-
Brúðkaup:
- Spariföt, snyrtivörur, spariskór og skartgripir
-
Veiðiferð:
- Vatnsheldur jakki, hlý nærföt, hlýir sokkar og viðeigandi skófatnaður
-
Ljósmyndun:
- Myndavél og linsur, tölva, þrífótur, hleðslutæki, jakki og skófatnaður
Farþegar bera sjálfir ábyrgð á að sérfarangri sé rétt pakkað, þannig að ekki sé hætta á að hann verði fyrir tjóni.
Allur innritaður farangur verður að vera greinilega merktur með nafni, netfangi, símanúmeri og heimilisfangi. WOW air flytur sérfarangur með takmarkaðri farangursábyrgð og því hvetjum við gesti okkar til að ganga frá ferðatryggingu áður en lagt er af stað.
- Barnavögnum, kerrum og barnabílstólum skal pakkað annað hvort í bóluplast eða sérhannaða poka/töskur. Ef það er loft í dekkjum vagnsins/kerrunnar skal hleypa smá lofti úr þeim fyrir brottför.
- Reiðhjólum skal pakka vandlega inn þannig að handföng og fótstig séu samsíða hjólagrindinni, eða þau fjarlægð. Einnig er gott að hleypa lofti úr dekkjum. Reiðhjólum skal pakka í plast, pappakassa eða viðeigandi hjólatösku. Ekki skal pakka öðrum hlutum en hjólinu í töskuna. Aldrei er leyfilegt að ferðast með vélhjól, skellinöðrur, vespur eða mótorhjól. Greitt er sérstaklega fyrir flutning á reiðhjólum (hámark 27 kg). Sjá upplýsingar um þjónustugjöld WOW air. Sé hjólið þyngra en 27 kg þarf að greiða yfirvigt á flugvellinum.
- Hljóðfærum skal pakka í sérhannaðar töskur með harðri skel. Lesa meira.
- Vetraríþróttabúnaður er skilgreindur sem eitt skíðapar eða snjóbretti ásamt skíðastöfum og skíða- / brettaskóm, eða íshokkíbúnaður. Skíðaenda og skíðastafsenda þarf að verja sérstaklega til að tryggja að þeir skemmi ekki annan farangur í farangursrými. Vetraríþróttabúnaður má að hámarki vera 20 kg og ekki lengri en 190 cm. Ekki skal pakka öðru en því sem tilheyrir búnaðinum í töskuna.
- Golfbúnaði þarf að pakka þannig að höfuð kylfunnar sé tryggilega varið og golfsettinu komið fyrir í sérhannaðri golfferðatösku. Golfbúnaður má að hámarki vera 20 kg. Ekki skal pakka öðrum hlutum en golfbúnaði í töskuna.
- Veiðibúnaði þarf að pakka í stífar og traustar umbúðir og stangir þarf að hafa í minnstu stillingu. Lifandi beita er ekki leyfileg í farangri. Til þess að koma í veg fyrir að smitsjúkdómar berist til Íslands er bannað með lögum að nota veiðibúnað (þar með talin stígvél og vöðlur) sem hefur verið notaður erlendis, nema búið sé að sótthreinsa hann skv. reglum. Vinsamlegast kynnið ykkur viðeigandi lög og reglur í hverju landi fyrir sig. Ekki skal pakka öðrum hlutum en veiðibúnaði í töskuna.
-
Köfunarbúnaði þarf að ganga þannig frá að tankar séu tómir (lofttæmdir) og ventlar opnir. Þetta má tryggja með því að hafa stýriventil í opinni stillingu (OPEN) og athuga að þrýstimælir sé í núlli. Pakka þarf búnaðinum nægilega vel til að hann valdi ekki skemmdum á öðrum farangri og farþegar þurfa að tryggja búnaðinn sérstaklega. Hámarksþyngd köfunarbúnaðar er 15 kg.
ATH! Neðansjávarljós (köfunarlampar) sem gefa frá sér hita má aðeins ferðast með í
handfarangri með sérstöku leyfi WOW air. Pakka þarf rafhlöðunni sérstaklega til að koma í veg fyrir að ljósið fari í gang á meðan á ferðalaginu stendur. Verja þarf rafhlöðurnar sérstaklega fyrir skammhlaupi.
- Brimbretti/árabretti ætti að pakka í harðgerar brettatöskur í viðeigandi stærð. Vinsamlegast fjarlægið ugga og festið frauðplast utan á brúnir brettisins. Verjið sérstaklega þá hluta brettisins sem eru viðkvæmir fyrir hnjaski s.s. nef og stél. Setjið brettið í sokk eða bóluplastpoka og komið brettinu þannig fyrir í brettapokanum. Allir tappar, op og hólf þurfa að vera opin. Ekki skal pakka öðrum hlutum en brettabúnaðinum í töskuna. Hámarksþyngd fyrir brettabúnað er 15 kg.
- Seglbrettum þarf að pakka í bólstraðar hlífðartöskur. Mastrið þarf að festa tryggilega við uggann og tappa þarf að taka úr hólfum. Mastrið og/eða brettið má ekki vera lengra en 4,75 m. Tveggja manna bretti eru ekki leyfð. Fjöldi bretta í hverju flugi er takmarkaður. Ekki skal pakka öðru en viðeigandi búnaði í töskuna. Hámarksþyngd er 15 kg.
- Viðkvæmum listmunum þarf að pakka í örugg plastbox eða hylki sem eru sérhönnuð fyrir viðkomandi hlut. Hámarksþyngd er 15 kg.
- Hjólastólum er gott að pakka í sérhannaðar hjólastólatöskur.
- Stangarstökksstöngum skal pakka í örugg plasthylki sem eru sérhönnuð fyrir stangirnar. Hægt er að flytja allt að 277 cm langar stangir. Ekki skal pakka öðrum hlutum en þeim sem tilheyra stangarstökksbúnaðinum í töskuna. Hámarksþyngd er 15 kg.
-
Vopn og skotfæri – skotvopn (rifflar, haglabyssur, loftrifflar og skammbyssur) sem ætluð eru til veiða eða íþrótta má eingöngu flytja í innrituðum farangri (í farangursrými flugvélar). Hafa þarf samband við þjónustuver WOW air fyrir flug vegna fyrirhugaðra flutninga á skotvopnum og greiða viðeigandi gjald fyrir þjónustuna. Uppfylla þarf eftirfarandi skilyrði:
- Skotvopnum og skotfærum þarf að pakka í aðskildar umbúðir og þau geymd þar sem óviðkomandi ná ekki til þeirra á meðan á flugi stendur.
- Farþegar verða að framvísa byssuleyfi sínu ásamt þeim leyfum sem kann að vera farið fram á áfangastað og brottfararstað. Starfsfólk við innritun ásamt starfsmanni öryggisdeildar flugvallarins skoðar gripinn sem og þau gögn sem krafist er en að auki þarf leyfishafi skotvopnsins að geta sýnt fram á að skotvopnið sé óhlaðið.
- Skotvopn sem ætluð eru til íþróttaiðkunar skal pakka í harðgerar umbúðir og þau merkt „Firearms“ ásamt nafni eigandans.
- Skotfærum og skothylkjum, þó hvorki sprengiefnum né íkveikjuskotfærum (sem flokkast undir 1.4S: UN0012 og UN0014) þarf að pakka í tryggar pakkningar, helst í harðgerar og lokaðar umbúðir á borð við trékassa, stál- eða trefjaplastumbúðir. Skotfærum skal pakkað þannig að þau verði ekki fyrir nokkru hnjaski við meðhöndlun og flutning.
- Hámarksþyngd skotfæra er sem stendur 5 kg og verður að vera til einkanota farþegans.
Þetta er ekki tæmandi listi. Vinsamlegast hafið samband við þjónustuver ef ferðast á með muni sem eru ekki tilgreindir hér að ofan.
Þeir hlutir sem nefndir eru hér að ofan teljast ekki til eðlilegs farangurs. Þessum munum skal ávallt pakka í harðgerar, bólstraðar eða sérhannaðar umbúðir til að komast hjá mögulegum skemmdum. Pakka skal hlutunum þannig að þeir þoli eðlilega farangursmeðhöndlun.