Framhaldsflug og farangur
Góðfúslega athugið að WOW air er ekki beintengt öðrum flugfélögum. Farangur þinn verður ekki innritaður beint í framhaldsflug, heldur verður þú að sækja hann og innrita sjálf(ur) í næsta flug, og fara aftur í gegnum vegabréfaeftirlit og öryggisleit.
Sama er uppi á teningnum ef þú ert á heimleið og flýgur fyrst með öðru flugfélagi. Það flugfélag mun heldur ekki innrita farangurinn þinn fyrir ferðalagið með WOW air beint til Íslands, þú berð ábyrgð á því sjálf(ur). WOW air er ekki skaðabótaskylt vegna kostnaðar eða annarra ágreiningsmála sem komið gætu upp vegna farangurs í framhaldsflugi. Farþegar ættu ávallt að fylgjast sjálfir með innritunartíma og skilmálum annarra flugfélaga.
WOW air ber enga ábyrgð á flugi annarra flugfélaga en WOW air og við getum ekki ábyrgst að þú munir koma í tæka tíð fyrir framhaldsflugið þitt hjá öðru flugfélagi.