Hættulegur varningur
Ertu með bannaða hluti eða hættuleg efni í farangrinum?
ATH! Samsung Galaxy Note 7 símtæki eru stranglega bönnuð í öllum flugvélum WOW air. Þeir gestir sem eiga slík símtæki og reyna vísvitandi að fara í kringum reglurnar verður vísað frá borði.
Mörg algeng efni og hlutir til daglegra nota geta flokkast sem hættulegur varningur í flugi. Ef þú ert í vafa um hvað sé leyfilegt í farangri og um borð skaltu leita þér upplýsinga hjá starfsmanni við innritun á flugvelli.
Það er alfarið á ábyrgð farþega að framfylgja lögum um flutning á hættulegum varningi með flugi.
Óheimilt í handfarangri
Á heimasíðu Samgöngustofu má finna lista yfir hluti sem farþegar mega ekki flytja með sér inn á haftasvæði flugverndar eða um borð í loftfar.
Óheimilt í innrituðum farangri
Farþegar mega ekki vera með eftirfarandi í farangri í farangursrými:
Flugeldar og sprengiefni. Hvers konar skot eða skeyti sem gerð eru til að skjóta úr skotvopnum, flugeldar, blys, reyk- og/eða hvellsprengjur, ýmiskonar skrauteldar.
Eldfimir vökvar og eldfim föst efni. Kveikjarar, olíu, eldsneyti, málningu og þynni.
Ætandi og ertandi efni. Rafgeymasýru, kvikasilfur, o.s.frv. Klór, peroxíð, áburður og önnur ertandi efni.
Gaskútar og eldfim gas efni. Þrýstingshlylki, prímusa og önnur tæki sem innihalda gas undir þrýstingi. Súrefniskútar. Kveikjaragas og aðrar gastegundir.
Skotvopn. Hlaðin skotvopn, rafbyssur, skotföng (púður, högl, o.s.frv.), táragas eða piparúða.
Eitur. Arsenik, illgresiseyði og flugnaeitur.
Geislavirk efni.
Önnur hættuleg efni. Þurrís, bensínknúin verkfæri, útilegubúnað með eldsneyti, vökvarafhlöður, oxandi, ætandi og geislavirk efni eða lyf, eitur (arsenik, illgresis- og flugnaeitur) eða smitefni. Litíum rafhlöður má eingöngu flytja í handfarangri (max 300W).