Séraðstoð
Vinsamlegast látið okkur vita minnst 48 tímum fyrir brottför ef þörf er á sérstakri aðstoð þegar ferðast er með WOW air. Ef flug er bókað þegar minna en 48 tímar eru í brottför munum við gera okkar allra besta til að mæta þörfum þínum.
Hér að neðan er að finna upplýsingar um þá þjónustu sem við veitum. Vinsamlegast farið vandlega yfir skilmála og möguleg skilyrði sem snúa að þjónustunni.
Skilyrði varðandi bókun og innritun
Bókun
Vinsamlegast hafið samband minnst 48 tímum fyrir brottför til að bæta sérþjónustu við bókun svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir. Hægt er að hringja í þjónustuver í síma eða hafa samband við þjónustufulltrúa á samfélagsmiðlum ( og ), en hafi farþegi ekki fengið svar á samfélagsmiðlum þegar minna en 48 tímar eru í brottför skal hafa samband við þjónustuver símleiðis til að ganga frá beiðni um séraðstoð.
Einnig er hægt að hafa samband við okkur í spjallglugganum hér niðri í hægra horni á opnunartíma.
Við rukkum aldrei þjónustugjald þegar sérþjónustu er bætt við bókun.
Innritun
Farþegum sem hafa bókað sérþjónustu er ráðlagt að innrita sig að minnsta kosti klukkustund fyrir brottför. Þannig göngum við úr skugga að öll meðhöndlun á hjálpartækjum og sjúkragögnum sé eins og best verður á kosið og það gefur okkur nægan tíma til að veita farþegum okkar bestu mögulegu þjónustu.
Skilyrði varðandi ferðalög án fylgdarmanneskju
Flestir hreyfihamlaðir farþegar WOW air geta ferðast án fylgdarmanneskju. Sumir farþegar þurfa þó að ferðast með fylgdarmanneskju ef það þykir nauðsynlegt til að uppfylla flugöryggiskröfur.Til þess að hreyfihamlaður farþegi geti ferðast án fylgdarmanneskju þarf viðkomandi að geta framkvæmt eftirfarandi öryggisatriði án aðstoðar:
• Að losa sætisbelti
• Að sækja og setja á sig björgunarvesti
• Að komast án aðstoðar að neyðarútgangi
• Að setja á sig súrefnisgrímu
• Að skilja öryggisleiðbeiningar frá flugliðum um borð (annað hvort í máli eða myndum)
Fylgdarmanneskja
Fylgdaraðili þarf að vera að minnsta kosti 16 ára og þarf að geta veitt áðurnefnda aðstoð meðan á flugi stendur. Hver fylgdarmanneskja má ekki aðstoða fleiri en einn farþega og þarf að kaupa venjulegt fargjald fyrir fullorðna.Vinsamlegast athugið að flugliðar geta ekki lyft farþegum eða aðstoðað þá á salerni eða við lyfjatöku. Þeir geta aðstoðað við einfaldar beiðnir varðandi mat en geta ekki matað farþega.
Hreyfi- og hjólastólaaðstoð
Hreyfihamlaðir farþegar geta ferðast með allt að tvo hjólastóla eða tvö hjálpartæki vegna hreyfihömlunar.Í sumum tilfellum er ekki hægt að koma tilteknum hjólastólum að brottfararhliði. Í öllum slíkum tilfellum munum við útvega tímabundinn hjólastól á flugvellinum.
Lesið eftirfarandi upplýsingar til að ákvarða hvers konar aðstoð þörf er á:
- WCHS – Hjólastóll (þrep): Aðstoð fyrir farþega sem geta ekki farið upp eða niður þrep en komast frá dyrum flugvélarinnar að sæti sínu um borð. Þörf er á hjólastól/aðstoð í gegnum flugstöðina til/frá dyrum flugvélarinnar og upp/niður þrep.
- WCHR – Hjólastóll að landgangi: Aðstoð fyrir farþega sem komast upp/niður þrep og komast óstuddir frá dyrum flugvélarinnar að sæti sínu um borð en eiga erfitt með að ganga langar vegalengdir. Þörf er á hjólastól í gegnum flugstöðina og til/frá flugvél.
- WCHC – Hjólastóll að sæti: Aðstoð fyrir farþega sem þurfa hjólastól í gegnum flugstöð til/frá sæti sínu um borð í flugvélinni. Mögulega er þörf á fylgdarmanneskju.
Rafmagnshjólastóll
Við flytjum rafmagnshjólastóla. Vinsamlegast hafið samband við þjónustuver WOW air https://wowair.is/um-okkur/hafdu-samband/ fyrir frekari upplýsingar. Farþegar geta farið að brottfararhliði á rafmagnshjólastól ef aðstæður á viðkomandi flugvelli leyfa. Vinsamlegast hafið í huga áður en ferð er bókuð að einungis er hægt að bóka takmarkað magn af rafmagnshjólastólum af öryggisástæðum.Til að ganga úr skugga um að við getum komið hjólastólnum þínum örugglega fyrir í vélinni þurfum við að fá eftirfarandi upplýsingar:
- tegund hjólastóls/hjálpartækis
- fjöldi rafhlaða í tækinu
- tegund rafhlöðu
- eiginþyngd tækis
- umfang (lengd x breidd x hæð)
- leiðbeiningar um hvernig koma má í veg fyrir óvænta gangsetningu (sjá neðar)
Hjólastóll um borð fyrir hreyfihamlaða farþega (PRM)
Allar flugvélar WOW air eru búnar samanbrjótanlegum hjólastól um borð svo hægt sé að hjálpa farþegum frá sæti sínu að salerni. Farþeginn verður að geta komist í hjólastólinn óstuddur eða með aðstoð fylgdarmanneskju. Flugliðar geta ekki lyft farþegum eða aðstoðað þá á salerninu. Hjólastóllinn er ekki neyðartæki og ekki er hægt að nota hann við neyðarrýmingu á flugvélinni.Sæti og stuðningsbelti
WOW air gerir sitt allra besta til að flugferð þín verði sem ánægjulegust. Af öryggisástæðum gæti þurft að gera sérstakar sætisráðstafanir vegna farþega.Athugið að farþegar sem bóka séraðstoð geta ekki setið við neyðarútgang.
Sérstakt sæti / stuðningsbelti
Allir farþegar eldri en tveggja ára þurfa að sitja uppréttir og vera örugglega festir í eigið sæti.Stuðningsspelkur má nota um borð. WOW air býður ekki upp á sérstakan sætisbúnað eða stuðningsbelti. Farþegar þurfa sjálfir að útvega slíkan búnað fyrir flug ef þörf krefur.
Sjónskerðing og heyrnarskerðing
Farþegar sem eru ýmist sjónskertir eða heyrnarskertir ættu að tilgreina beiðni um séraðstoð við bókun til að ganga úr skugga um að fá viðeigandi þjónustu.Ofnæmi
HnetuofnæmiVið ráðleggjum farþegum með hnetuofnæmi að upplýsa flugliða um það þegar gengið er um borð. Flugliðar munu tilkynna öðrum farþegum að engar hnetur verði seldar um borð og að ekki verði í boði að neyta þeirra á meðan á flugi stendur. Vinsamlegast hafið í huga að þrátt fyrir ofangreindar varúðarráðstafanir er ekki hægt að ganga úr skugga um að hnetur í snefilmagni leynist um borð í vélinni.
Lyf
Farþegar sem þarfnast lyfja vegna ofnæmis þurfa að taka þau með sér um borð þar sem slíkur búnaður er ekki til staðar í vélinni. Vinsamlegast athugið að flugliðar WOW air sjá ekki um slíka lyfjagjöf.
Hjálpartæki
Súrefni
Vinsamlegast hafðu samband við þjónustuver WOW air ef ljóst er að þú munt þurfa súrefni í fluginu.
ATHUGIÐ: Neyðarsúrefni um borð í flugvélum WOW air er aðeins ætlað til notkunar í neyðartilfellum.
Súrefnisþjöppunarkerfi (POC)
Eftirfarandi kerfi má hafa með sér um borð í flug WOW air:
• AirSep LifeStyle
• AirSep Focus
• AirSep Freestyle 5
• Delphi RS-00400
• DeVilbiss Healthcare Inc. iGO
• Inogen One
• Inogen One G2
• Inogen One G3
• Inova Labs LifeChoice Activox
• International Biophysics Corporation Lifechoice / Inova Labs LifeChoice
• Invacare SOLO2
• Invacare XPO2
• Oxlife Independence Oxygen Concentrator
• Precision Medical EasyPulse
• Respironics EverGo
• Respironics SimplyGo
• SeQual Eclipse
• SeQual Saros
Eftirfarandi skilyrði eiga við um farþega sem nota súrefnisþjöppunarkerfi:
1. Farþegar þurfa að geta heyrt viðvaranir kerfisins, séð viðvörunarljós og hafa getu til að bregðast við ólíkum viðvörunum kerfisins eða ferðast með einhverjum sem getur brugðist við þeim;
2. Notandi súrefnisþjöppunarkerfisins verður að tryggja að það sé laust við olíu, feiti eða önnur olíuefni, að það sé í góðu ástandi og laust við skemmdir eða önnur ummerki um ofnotkun eða misnotkun;
3. Farþegi þarf að láta WOW air vita ef ætlunin er að hafa súrefnisþjöppunarkerfi meðferðis um borð. Eins þarf farþegi að láta WOW air vita við innritunarborð fyrir flug og flugliða þegar gengið er um borð að slíkt kerfi sé með í för. Flugliðar um borð þurfa að fá leyfi til að skoða sérstakt læknisvottorð varðandi búnaðinn. Farþegi þarf að hafa á sér skriflega yfirlýsingu frá lækni þar sem fram kemur:
- að notandi tækisins hafi líkamlega og andlega getu til að sjá, heyra og skilja sýnilegar og heyranlegar viðvaranir tækisins og geti hjálparlaust gripið til viðeigandi ráðstafana við þeim viðvörunum;
- hvort súrefnisnotkun sé nauðsynleg fyrir alla ferðina eða hluta úr henni;
- hvert hámarkssúrefnisflæði tækisins er í samræmi við þrýsting um borð í flugvélinni við eðlileg skilyrði.
5. Farþegi, hvers læknisvottorð tilgreinir lengd súrefnisnotkunar, þarf sjálfur að verða sér úti um upplýsingar um lengd flugsins hjá WOW air eða annars staðar. Farþegi þarf að hafa á sér nægilegt magn rafhlaða til að halda kerfinu gangandi í þann tíma sem þörf er á súrefni skv. læknisvottorðinu, og gera einnig ráð fyrir hóflegum umframbirgðum til að bregðast við óvæntum seinkunum; og
6. Farþegi þarf að tryggja að allar POC rafhlöður sem fluttar eru um borð í handfarangri séu varðar skammhlaupi og þeim pakkað þannig að þær séu varðar hnjaski. Rafhlöður sem varðar eru skammhlaupi eru m.a.:
- rafhlöður með innfelldum rafskautum;
- rafhlöður þar sem rafskautin komast ekki í snertingu við málm (þ.m.t. rafskaut annarra rafhlaða). Þegar rafknúið súrefnisþjöppunarkerfi er flutt í handfarangri en ekki er gert ráð fyrir að nota það í fluginu, þarf að fjarlægja rafhlöðuna og pakka henni sérstaklega, nema í þeim tilfellum þar sem kerfið er hannað með a.m.k. tveggja þátta öryggisbúnaði sem kemur í veg fyrir að kerfið fari í gang í flutningi.
Farþegar sem þurfa á öndunarvél eða POC vélum að halda um borð þurfa að hafa samband við þjónustuver WOW air og biðja sérstaklega um slík leyfi.
Önnur sérþjónusta
Ef þú ert með viðurkenndar sérþarfir mælum við með því að þú látir flugliða um borð vita.Ef þú ferðast með lyf mælum við með því að þeim sé pakkað í handfarangur ef mögulegt er og þau helst geymd í upprunalegum umbúðum. Vinsamlegast athugið að ekki er kælir um borð í flugvélum okkar.
Smitsjúkdómar
Farþegum með smitsjúkdóma er óheimilt að fljúga með WOW air ef ljóst þykir að slíkir sjúkdómar ógni heilsu eða öryggi annarra farþega. Dæmi um smitsjúkdóma eru hlaupabóla, rauðir hundar, mislingar eða álíka sjúkdómar. Ef sjúkdómseinkenni eru sjáanleg við brottför þarf að framvísa læknisvottorði þegar farið er um borð sem sýnir að farþegi sé ekki smitandi. WOW air áskilur sér rétt til að neita farþegum um flug ef þeir geta ekki sýnt fram á tilskilin læknisvottorð.Reglugerðir og öryggisviðmið
• Regulation (EC) 1107/2006
• Safety regulations - Regulation (EC) 1899/2006 (EU-OPS)
• Safety guidelines - European Aviation Safety Agency (EASA)
• Safety guidelines - TGL-44
• Department for Transport – Code of Practice