Skemmdir á farangri
Okkur þykir leitt ef farangurinn þinn hefur orðið fyrir tjóni.
- Ef farþegi tekur eftir skemmdum á ferðatösku sinni þá biðjum við hann vinsamlegast að fara á þjónustuborð viðkomandi flugvallar og gera þar tjónaskýrslu. Ef farþegi yfirgefur flugvöllinn án þess að leggja fram kvörtun gerum við ráð fyrir að farangurinn hafi verið fluttur á áfangastað óskemmdur.
- Vinsamlegast sendu okkur afrit af skýrslunni sem þú fylltir út á flugvellinum, ásamt bókunarnúmeri, innritunarnúmeri farangurs, mynd af tjóninu og afriti af flugmiðanum þínum hér.
ATH! Nauðsynlegt er að framvísa kvittun til að sýna fram á verðgildi ferðatösku sem orðið hefur fyrir tjóni. Eins og gefur að skilja eru ferðatöskur hannaðar til þess að vernda innihald þeirra. Við eðlilega meðhöndlun á ferðatöskum er ávallt sú hætta fyrir hendi að þær verði fyrir minniháttar skemmdum. WOW air ber ekki ábyrgð á smávægilegu tjóni sem hlotist getur við eðlilega meðhöndlun farangurs, hvorki á ferðatöskum í yfirvigt, né á rispum, dældum eða sliti á handföngum, hjólum eða öðru því sem telst til ytra byrðis á ferðatöskum. Pakka þarf farangri í yfirstærð á sérstakan hátt áður en innritað er í flugið.
Rétt innpökkun farangurs í yfirstærð:
Vagnar, kerrur, barnabílstólar, skíðabúnaður, golfbúnaður, hjólastólar, hjól, veiðibúnaður, köfunarbúnaður, sjóskíðabúnaður, snjóbretti, svifbretti, seglbretti, vopn, skotföng, hljóðfæri og viðkvæm listaverk teljast ekki til venjulegs farangurs.
WOW air mælir með að ofangreindum hlutum sé pakkað þannig að ekki sé hætta á skemmdum á leiðinni. Sé sú ekki raunin mun WOW air ekki bæta hugsanlegt tjón. Við mælum með að farþegar sem ferðast með farangur í yfirstærð kaupi viðbótarferðatryggingar.
Farþegar bera sjálfir ábyrgð á að farangri sé rétt pakkað, þannig að ekki sé hætta á að hann verði fyrir tjóni. Allur innritaður farangur verður að vera greinilega merktur með nafni, netfangi, símanúmeri og heimilisfangi.
Takmörkuð ábyrgð á farangri:
Athugið að tiltekin verðmæti eiga ekki heima í innrituðum farangri, s.s. peningar, skartgripir, verðmætir málmar, tölvur, raftæki, samningsgögn, verðbréf, viðskiptagögn, vegabréf eða önnur persónuskilríki, blautur fatnaður eða vökvi sem gæti valdið skemmdum á farangri.
WOW air tekur enga ábyrgð á brothættum, viðkvæmum hlutum eða verðmætum:
- peningaseðlum, skuldabréfum, skjölum eða viðskiptagögnum
- skartgripum eða antíkmunum
- glermunum hvers konar (t.d. glösum eða gleraugum)
- raftækjum (s.s. tölvum, myndavélum, tónlistarspilurum)
- matvælum
- ílátum eða flöskum með vökva sem gætu sprungið eða lekið og þar með valdið skemmdum á öðrum farangri í ferðatösku
- handfarangri sem farþegi hefur meðferðis í flugvélinni
- utanáliggjandi hlutum á töskum sem glatast.
- tjóni sem hlýst af slæmri meðferð farangurs