Bestu skíðasvæðin
WOW air flýgur til Salzburg. Þaðan er stutt í öll flottustu skíðasvæðin í Austurríki.
Ódýrt flug og frábært frí fyrir alla fjölskylduna. Þegar þú bókar flugið þitt og skoðar ódýrustu hótelin á Booking.com þá mælum við með eftirfarandi skíðasvæðum.
Bad Hofgastein
Bad Hofgastein er fullkominn staður fyrir afslappað vetrarfrí, með sólríkum skíðabrekkum, Alpentherme heilsulind, óviðjafnanlegri stemningu auk fjölda tónlistar- & menningarviðburða. Þetta er staðurinn fyrir þá sem vilja efla hreysti, ekki bara með blússandi bruni í brekkunum en einnig með því að slaka vel á í heilsuböðunum, fara í léttar gönguferðir og njóta fegurðarinnar allt um kring.
Flachau
Skíðaparadísin Flachau er mörgum ljósárum á undan öðrum skíðasvæðum og oft kallað „framúrstefnulegasta skíðasvæði Austurríkis.“ Í Flachau gerast tækniundur og stórmerki í snævi þöktum Alpafjöllunum. Nýstárlegir og splunkunýir skíðakláfar koma þér á snjóöruggan toppinn og svo brunar þú alla leiðina niður. Þetta er einstakt skíðasvæði fyrir nútímaskíðakappa sem vilja enda daginn í kósíheitum í fjallakofa og upplifa ósvikna aprés ski stemningu. Frítt er í skíðarútuna frá Salzburg til Flachau ef þú ert með skíðapassa. Nánari upplýsingar hér.
Zell am See
Þetta skíðasvæði er frábært fyrir framúrskarandi skíða- og snjóbrettafólk en ekki hugfallast þótt þú sért byrjandi því Zell am See er líka fyrir þig. Flottar brekkur, fjölskyldustemning, magnað fjallalandslag og sérsniðin svæði fyrir þau allra yngstu. Skíðatímabilið í Zell am See hefst í haustbyrjun og nær langt fram á sumar og er með því allra lengsta.
Saalbach Hinterglemm
Þetta er eitt þekktasta skíðasvæði í Austurríki með yfir 200 km af brekkum og brautum fyrir byrjendur jafnt sem skíðasnillinga. Vetraríþróttasvæðið Skicircus Saalbach-Hinterglemm/Leogang nær beggja vegna dalsins, sem gerir skíðafólki kleift að renna sér á skíðum í kringum allt svæðið.
St Anton am Arlberg
Vetrarparadísin St Anton am Arlberg er rótgróinn ferðamannastaður í nútímalegum búningi og með frábærum snjóskilyrðum. Hér eru öll helstu þægindi og framúrskarandi þjónusta, svo ekki sé minnst á stórkostlega fjallasýnina. 340 km af skíðabrekkum bíða eftir þér, 200 km snævi þakktar brautir og 97 skíðalestir, kláfar og lyftur sem koma þér á toppinn. Ef þú er að leita að skíðasvæði með fjörugri aprés ski stemningu þá geturðu hætt að leita því hún er hér.
Lech Zurz
Lech Zurz er mekka vetraríþrótta og svæðið er rómað fyrir gestrisni og fágun. Hér eru skíða- og snjóbrettaíþróttir teknar alvarlega og boðið upp á yfir 340 km af fullkomnum skíðabrekkum og svo er snjóskemmtigarður í 1.6 km hæð þar sem hjartað slær aðeins hraðar. Atvinnufólk jafnt sem byrjendur finna eitthvað við sitt hæfi á þessu glæsilega skíðasvæði.
Ischgl
Ischgl skíðasvæðið er staðsett í Paznaun dalnum í Tíról og tengist Samnaun skíðasvæðinu sem er hinum megin við landamærin í Sviss. Saman mynda þau stærsta skíðasvæði í Ölpunum með yfir 238 km svæði til skíðaiðkunar. Skíðabrekkurnar og partíin í Ischgl eru vel þekkt um allan heim en færri hafa heyrt um fjölbreytta menninguna sem er þar á boðstólum en í Tíról er fjöldi safna, kirkna, skemmtilegra uppákoma og tónleika. Það er eitthvað fyrir alla í Ischgl.
Kitzbühel
Ertu nógu skíðaklár til að renna þér niður Kitzbuhel Streif? Nú er tækifærið! Skíðasvæðið í Kitzbühel er eitt það allra vinsælasta í heiminum hjá skíða- og snjóbrettafólki og staðsett í algjörri vetrarparadís sem líkist helst draumi. Hér eru ógleymanlegar vetrarminningar tryggðar. Njóttu lífsins og skemmtu þér vel í fjallaþorpi þar sem tírólsk sveitarómantík svífur yfir vötnum í bland við hönnunarverslanir, margverðlaunaða veitingastaði, heilsu- og líkamsræktastöðvar. Þetta er rétti staðurinn til að slaka vel á.