Stjórnin
Liv Bergþórsdóttir, stjórnarformaður
Liv hefur starfað í símageiranum frá árinu 1998. Liv hefur tekið þátt í stofnun og uppbyggingu eftirfarandi fyrirtækja og vörumerkja á Íslandi: Tal, Vodafone, Sko og Nova. Liv hefur verið framkvæmdastjóri Nova frá árinu 2006 en fyrirtækið hefur náð mjög góðum árangri á íslenskum farsímamarkaði. Liv var valin markaðsmaður ársins 2012.
Skúli Mogensen
Skúli hefur 20 ára reynslu úr hátækni-, farsíma- og viðskiptageiranum, bæði sem frumkvöðull, forstjóri og fjárfestir. Hann stofnaði ásamt fleirum Íslandssíma; Arctic Ventures; og OZ Communications þar sem hann var forstjóri og síðar stjórnarformaður áður en fyrirtækið var selt Nokia árið 2008. Skúli er framsækinn fjárfestir og situr í stjórn fjölda tæknifyrirtækja bæði í Norður-Ameríku og Evrópu. Hann situr í stjórn m.a. í Securitas, MP banka, Datamarket og Redline Communication. Skúli var valinn viðskiptamaður ársins árin 2011 og 2016 og markaðsmaður ársins árið 2017.
Davíð Másson
Davíð starfaði bæði á flugrekstrarsviði og sölu- og markaðssviði Air Atlanta Icelandic í 13 ár og gegndi stjórnunarstöðum bæði hérlendis og erlendis hjá félaginu. Árið 2006 varð hann forstjóri Avion Aircraft Trading og í dag er hann einn meðeigenda Avion Capital Partners í Sviss, fyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf og leigu flugvéla fyrir flugiðnaðinn. Davíð er menntaður markaðsfræðingur frá Florida Institute of Technology.
Helga Hlín Hákonardóttir
Helga Hlín er héraðsdómslögmaður og hefur starfað fyrir íslensk og erlend fyrirtæki í fjármálaþjónustu í yfir 19 ár. Hún stofnaði lögmannsstofuna Lixia árið 2011 sem hefur m.a. þjónustað fyrirtæki í alþjóðlegri fjármálaþjónustu og ferðamannaiðnaði. Hún er meðeigandi að ráðgjafafyrirtækinu Strategíu þar sem hún ráðleggur fjárfestum og stjórnum um lögboðna og góða stjórnarhætti. Hún er einnig meðeigandi að CrossFit Akureyri og situr í stjórn fyrirtækja og stofnana, s.s. Festi, Kaupási, Summu rekstrarfélagi og Greiðsluveitunni. Helga Hlín er héraðsdómslögmaður, útskrifuð úr lagadeild Háskóla Íslands og með próf í verðbréfaviðskiptum.