Loforðin okkar
Þú átt WOW skilið!
Það er WOW í öllu sem við gerum
Hjá WOW air leggjum við okkur fram um að bjóða lægsta verðið til og frá Íslandi og gerum það með eftirminnilegri þjónustu og bros á vör.
Lægra verð
Þetta er einfalt. Þegar flugmiðinn kostar minna þá geturðu farið oftar, verið lengur eða boðið einhverjum með. Við erum flugfélag fólksins.
Stundvísi
Stundvísi skiptir máli fyrir tengiflugin, móttökunefndina og ferðagleðina. Flugstöðvar eru oft ágætar en stundvísi er miklu betri.
Nýrri vélar
Flugvélar eru bifreiðar háloftanna og um þær gildir sömu reglur; nýrri vélar eyða minna eldsneyti, menga minna og eru þægilegri. Þú finnur það á verðmiðanum og sitjandanum. Já, svo eru þær líka sætar!
Breiðasta brosið
Við erum mjög stolt af endajöxlunum okkar og viljum að sem flestir sjái þá. WOW faktorinn skín í gegnum allt sem við hjá WOW air gerum; hann er eins og krydd, leynibragð sem er ósýnilegt en áþreifanlegt á sama tíma. Okkur þykir líka gaman að koma gestum okkur á óvart og gerum því stundum eitthvað óvænt.