Sagan okkar
WOW frá upphafi!
WOW air er brosmilt lággjaldaflugfélag sem býður ódýrt flug til vinsælla áfangastaða í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu, allan ársins hring. WOW air stefnir að því að bjóða ódýrasta flugið til og frá Íslandi með eftirminnilegri þjónustu og bros á vör.
WOW sagan
WOW air var stofnað í nóvember 2011 og fór í jómfrúarflug sitt til Parísar 31. maí 2012. Í október sama ár tók WOW air yfir rekstur Iceland Express og ári síðar fékk WOW air flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu.
Flugfélagið var stofnað af frumkvöðlinum Skúla Mogensen, sem hefur víðfeðman bakgrunn í viðskiptum; aðallega í tækni og fjarskiptafyrirtækjum á Íslandi, Evrópu og Norður-Ameríku. Skúli situr í stjórnum ýmissa tæknifyrirtækja í Evrópu og Norður Ameríku og hann var valinn Viðskiptamaður ársins árin 2011 og 2016 og markaðsmaður ársins árið 2017.
WOW gestir
Flugfélagið hefur vaxið á ótrúlegum hraða frá stofnun þess og fjöldi gesta vaxið jafnt og þétt frá fyrsta fluginu í maí 2012. Árið 2013 flaug WOW air með yfir 400.000 gesti og var stundvísasta flugfélagið á Íslandi það ár. Í lok árs 2014 var stórum áfanga náð þegar milljónasti gesturinn flaug með WOW air. Árið 2017 flugu 2,8 milljónir gesta með WOW air og 3,5 milljónir árið 2018.
WOW fólk
Hjá WOW air starfa um 1.000 manns. Flestir starfsmenn félagsins eru með víðtæka reynslu í ferðamanna- og flugbransanum og hvort sem um ræðir flugumsjón, símsvörun eða öryggi gesta um borð er valinn fagmaður í hverri stöðu.
WOW flugvélar
Við erum stolt af því að reka einn yngsta og háþróaðasta flugflotann þó víðar væri leitað, sem gerir gestum okkar kleift að ferðast ódýrt vítt og breitt um heiminn á umhverfisvænan hátt. Flugvélarnar okkar eru sérútbúnar með auka eldsneytistönkum og eyða því mun minna eldsneyti, eða 25% minna en t.d. Boeing 757. Jafnframt þýðir öflugur og háþróaður tæknibúnaður Airbus-vélanna minni viðhaldskostnað auk þess sem flugvélarnar eru bæði hljóðlátari og umhverfisvænni með minni CO2 útblástur. Við erum í skýjunum með nýju flugvélarnar okkar og hlökkum til að sjá ykkur um borð.