Myntsöfnun um borð
Gestir WOW air styrkja Landvernd
WOW air býður nú gestum sínum að styrkja umhverfisverndarsamtökin Landvernd með myntsöfnun um borð í öllum flugvélum sínum. Jafnframt mun WOW air koma með mótframlag og jafna þá upphæð sem gestir flugfélagsins safna um borð. WOW air hvetur alla, Íslendinga sem og gesti, til að standa vörð um íslenska náttúru og leggja Landvernd lið.
Hvernig styrki ég Landvernd?
Þú finnur sérstakt umslag í sætisvasanum þínum þegar þú flýgur með WOW air og við hvetjum gesti okkar til að gefa afgangsmynt til Landverndar, sem mun nýtast samtökunum til að efla stuðning við stofnun hálendisþjóðgarðs, vinna að landgræðslu og fleiri mikilvægum umhverfisverkefnum á Íslandi.
Stöndum vörð um íslenska náttúru!
„Við erum afskaplega ánægð með að WOW air hafi tekið þá ákvörðun að gefa farþegum sínum tækifæri á að styðja starfsemi náttúruverndarsamtaka. Við munum nota fjármagnið til að efla stuðning við hálendisþjóðgarð, landgræðslu, endurheimt birkiskóga og votlendis og til að efla þátttöku Landverndar í ákvarðanatöku um umhverfismál,“ segir Snorri Baldursson, formaður Landverndar.
„Það er ánægjulegt að geta ljáð þessu verðuga málefni lið og við erum mjög stolt af því starfa með Landvernd. Við teljum þetta málefni skipta miklu máli, sérstaklega í stóra samhenginu og því ætlum við að jafna öll framlög til fulls frá farþegum okkar,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air.
Myndir: Landvernd