WOW flugvélar
Aðeins það besta fyrir gesti okkar!
Flugvélar framtíðarinnar
WOW air notaðist í upphafi eingöngu við Airbus A320 flugvélar, sem henta vel fyrir stutt flug milli Íslands og Evrópu.
Flugfélagið bætti tveimur glænýjum Airbus A321 flugvélum við flugflotann fyrir Norður-Ameríkuflugið árið 2015, en A321 er ný kynslóð flugvéla með breitt og rúmgott farþegarými og henta frábærlega fyrir lengri flugleiðir. Þær eyða jafnframt minna eldsneyti og menga minna.
Árið 2016 bættust síðan þrjár nýjar Airbus A330 breiðþotur við flugflotann fyrir flug WOW air til vesturstrandar Bandaríkjanna, en A330 vélarnar eru stærstu þotur sem flogið hefur verið í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Airbus A330 vélarnar eru sparneytnar, umhverfisvænar og langdrægar breiðþotur sem hafa drægni upp á 11.750 km.
Vorið 2018 bættust þrjár glænýjar A321 vélar við flugflotann, þar af ein af gerðinni A321neo. NEO stendur fyrir „New Engine Option“ sem þýðir ný tegund hreyfla sem minnkar eldsneytisnotkun um 14% miðað við núverandi tækni. Þetta er því hagkvæmasta breiðþotan á markaðnum í dag. Airbus NEO vélarnar eru jafnframt þægilegri, langdrægari og hljóðlátari en fyrri gerðir.
WOW flotinn - Sjá sætiskort hér.
Nafn | Gerð | Framleiðsluár | Sæti |
---|---|---|---|
TF - GMA | A321-200 | 2016 | 210 |
TF - GPA | A321-200 | 2016 | 210 |
TF - JOY | A321-200 | 2016 | 210 |
TF - NEO | A320-200neo | 2017 | 178 |
TF - NOW | A321-200 | 2017 | 200 |
TF - SKY | A321-200neo | 2017 | 200 |
TF - PRO | A321-200 | 2017 | 200 |
TF - WIN | A321-200 | 2017 | 200 |
TF - CAT | A321-200 | 2018 | 200 |
TF - DOG | A321-200 | 2018 | 200 |
TF - DTR | A321-200neo | 2018 | 200 |