Vefinnritun
Vefinnritun er í boði fyrir alla áfangastaði WOW air.
Athugið að ef að fleiri en 9 gestir eru skráðir í bókun er ekki hægt að innrita sig á vefnum.
Vefinnritun WOW air opnar 24-tímum fyrir áætlaða brottför og lokar klukkutíma fyrir flugið þitt. Athugið að netinnritun fyrir WOW tengiflug frá Evrópu til Norður-Ameríku opnar 24-tímum fyrir brottfarartíma seinna flugsins.
Að vefinnritun lokinni er ekki hægt að breyta flugi, nöfnum farþega eða velja sæti. Hægt er að bæta farangri við bókun í vefinnritunargáttinni allt að klukkutíma fyrir flug (ekki undir Bókunin mín).
Þú getur prentað brottfararspjaldið þitt eða fengið fengið sendan tölvupóst fyrir niðurhal á Wallet (iPhone) og PassWallet (Android/Windows). Þú getur skannað rafræna brottfararspjaldið þitt með spjaldtölvu og farsíma við öryggishliðið, eða framvísað útprentuðu brottfararspjaldi.
Á flugvellinum
Ef þú ert aðeins að ferðast með handfarangur getur þú farið beint að öryggishliðinu.Þeir sem eru með innritaðan farangur og/eða sérfarangur þurfa að fara með farangurinn í töskuafhendingastöð WOW air í innritunarsalnum. Á Keflavíkurflugvelli eru sjálfsafgreiðslustöðvar þar sem hægt er að prenta úr töskumiða og afhenda farangurinn.
Munið að hafa gilt vegabréf meðferðis. Þetta gildir um hvaða utanlandsferð sem er, þar með talið ferðir innan Schengen-svæðisins.