Hvað má ekki ferðast með?
ATH! Samsung Galaxy Note 7 símtæki eru stranglega bönnuð í öllum flugvélum WOW air. Þeir gestir sem eiga slík símtæki og reyna vísvitandi að fara í kringum reglurnar verður vísað frá borði.
Eftirtalda hluti er óheimilt að ferðast með og á það við um allan farangur:
- Lifandi dýr
- Eldfim efni, kveikjara, olíu, málningu, þynni og blys.
- Rokgjörn efni, t.d. kveikjaragas og aðrar gastegundir.
- Klór og önnur ertandi efni.
- Eitur, t.d. arsenik, illgresiseyði og flugnaeitur.
- Ætandi efni, t.d. rafgeymasýru o.þ.h.
- Geislavirk efni.
- Skotvopn
- Eggvopn
- Sprengiefni, flugelda, hvellhettur o.þ.h.
- Þrýstigashylki, prímusa, og önnur tæki sem innihalda gas undir þrýstingi.
- Súrefniskúta.
- Efni og tæki með segulsviði.
- Tækjabúnað sem inniheldur kvikasilfur, má aðeins hafa meðferðis sem innritaðan farangur.
- Svifbretti (hoverboards) sem ganga fyrir litíum rafhlöðum.
- Litíum rafhlöður fyrir svifbretti (hoverboards).
- Samsung Galaxy Note 7 símtæki, vegna eldhættu.
Eftirtalda hluti má eingöngu flytja í handfarangri en ekki í farangursrými (innritaðan farangur):
Vararafhlöður (rafhlöður í lausu)
- Farþegi má vera með að hámarki tvær rafhlöður, að hámarki 160 Wh hvor.
Litíum rafhlöður fyrir hjólastóla/mobility devices :
- Ein litíum rafhlaða, að hámarki 300 Wh.
- Ef tvær rafhlöður má hvor um sig ekki vera meiri en 160 Wh.
.