Los Angeles
Sólskin og stjörnur
Flug til Los Angeles
WOW air býður upp á beint flug til þessarar ofurspennandi stórborgar þar sem hjarta Kaliforníu slær. L.A. er allt í senn töff, afslöppuð og framúrstefnuleg og um hana leikur frægðarljómi, enda er borg englanna heimili margra af skærustu kvikmyndastjörnum heims. Það er því betra að vera með myndavélina á lofti því það er aldrei að vita nema þú rekist á nokkur kunnugleg andlit í Hollywood.
Fullkomið veður
Los Angeles er stærsta borg Kaliforníuríkis og önnur stærsta borg Bandaríkjanna, með u.þ.b. 4 milljónir íbúa. Byggðin er mjög dreifð og því góð hugmynd að leigja sér bíl til að komast á milli staða.
Þessi mikla menningarborg einkennist af grósku, frumleika og sköpunargleði og yfir 100 listasöfn og 200 leikhús. Borgin skiptist í ólík hverfi og flestir þekkja að sjálfsögðu Hollywood, Beverly Hills og Melrose en einnig má nefna Pasadena, Koreatown, Venice, Santa Monica, sem vert er að skoða. Það borgar sig þó að gefa sér góðan tíma á hverjum stað frekar en að reyna að sjá allt á einu bretti.
Hitastigið fer sjaldan niður fyrir 10°C yfir vetrarmánuðina en yfir sumartímann getur hitinn farið upp í allt að 40°C. Stundum er sagt að veðrið í Los Angeles sé hið fullkomna veður enda milt og gott allan ársins hring.
Mýs og menn
Möguleikarnir eru endalausir í draumaborginni og alltaf eitthvað um að vera. Kíktu á uppistand, eyddu deginum í Universal Studios, skoðaðu útsýnið frá Hollywood skiltinu, látu fara vel um þig á Malibu ströndinni, kíktu í mollið og búðirnar á Melrose Avenue eða drífðu þig í gönguferð um nærliggjandi fjöll og hæðir í veðurblíðunni.
Fyrir þá sem neita að vaxa úr grasi, já eða ykkur sem eru að ferðast með börn, er um að gera að fara í ævintýragarðinn Disneyland og heilsa upp á frægustu mús í heimi, Mikka Mús.
Mannlífið á Venice Beach er iðandi og fjölbreytilegt og það er skemmtilegt að fylgjast með fólkinu eða feta í fótspor heimamanna og skella sér á brimbretti eða línuskauta. Svo er alltaf jafnvinsælt og súrrealískt að rölta eftir stjörnum stráðri gangstéttinni á Hollywood Walk of Fame.