Chicago
Borg að þínu skapi
Flug til Chicago
Fljúgðu með WOW air til Chicago og skelltu þér í skemmtilega borgarferð. Flott söfn, góður matur, spennandi íþróttaviðburðir, mögnuð byggingarlist, líflegt næturlíf og margt fleira bíður þín í Chicago. Komdu með okkur vestur um haf og kynntu þér allt það sem þessi fjöruga heimsborg hefur að bjóða. Chicago er borg að allra skapi!

Stórborgarbragur
Chicago liggur við Michiganvatn í Illinois-ríki og er þriðja stærsta borg Bandaríkjanna. Íbúafjöldinn er í kringum 3 milljónir. Borgin hefur að geyma fjölbreytta menningarflóru, fjörugt íþróttalíf, mat frá öllum heimshornum og afar líflega og alþjóðlega stemningu. Það er ekki að undra að Chicago er einn vinsælasti áfangastaður í heimi en talið er að yfir 50 milljónir ferðamenn sæki borgina heim ár hvert.
Chicago er borg ólíkra hverfa, sem hvert hefur sinn karakter og menningu. Vertu mitt í hringiðunni í The Loop, miðbæ Chicago, nálægt fjölda veitingastaða og næturklúbba. Skelltu þér á barhopp í hinu glæsilega River North hverfi. Eigðu notalegan dag í Wicker Park og Bucktown og þræddu smáverslanir, bókabúðir og gallerí, eða kynntu þér hið ofursvala Logan Square hverfi.
Það er lítið mál að komast á milli staða í Chicago. Almenningssamgöngur borgarinnar eru mjög góðar og ódýrt að nýta sér þær. Borgin er jafnframt afar gönguvæn, sérstaklega miðsvæðis.
Chicago er áttundi áfangastaður WOW air í Bandaríkjunum. Flogið er til O‘Hare flugvallar, sem er aðeins 27 km frá miðbænum.
Vertu hátt upp
Chicago er spennandi áfangastaður allan ársins hring og þar er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera. Leigðu hjól og hjólaðu meðfram hinu stórfenglega Michigan-vatni eða slappaðu af á ströndinni yfir sumartímann. Leigðu bát og sjáðu borgina frá öðru sjónarhorni. Skelltu þér á leik og sjáðu eitthvert af hinum frægu íþróttaliðum Chicago keppa í körfubolta, hokkí og hafnabolta. Það er af nógu að taka.
The Art Institute of Chicago er ómissandi fyrir alla sanna listunnendur og The Magnificent Mile besti staðurinn fyrir verslunarleiðangur. Í Millenium Park er svo að finna hið fræga listaverk Cloud Gate en þetta silfraða meistarastykki eftir Anish Kapoor hefur fengið viðurnefnið „The Bean“ eða baunin.
Navy Pier er vinsæll staður með veitingastöðum, skemmtitækjum, almenningsgörðum, verslunum, kvikmyndahúsum og risastórri hringekju með útsýni yfir Michigan-vatn.
Fyrsti skýjakljúfur í heimi var reistur í Chicago á árunum 1884-1885. Enn þann dag í dag býður borgin upp á eitt allra besta útsýni sem um getur eða alla vega bestu „útsýnisupplifunina“. The Ledge í Willis-turninum er útsýnispallur í 400 metra hæð með glergólfi. Þorir þú?