Barcelona
Fiesta og siesta
Flug til Barcelona
Barcelona hefur eitthvað fyrir alla og er ein af þessum sjarmerandi stórborgum sem heilla ferðamenn upp úr skónum allan ársins hring. Kynntu þér magnaða sögu og menningu, þræddu stórkostleg söfn, skoðaðu merkilega byggingarlist, tapaðu þér í tapas, kíktu í búðir, skelltu þér á ströndina yfir sumartímann og njóttu lífsins í þessari yndislegu borg við Miðjarðarhafið.
Mannlíf við Miðjarðarhafið
Barcelona er ein mest spennandi borg Evrópu og sameinar allt það besta sem einkennir borgir við Miðjarðarhafið – afslappað andrúmsloft, sólarveður, óviðjafnanlegan mat og magnaða menningu. Það er yndislegt að sitja á kaffihúsi nálægt Römblunni, einu þekktasta stræti Spánar og fylgjast með iðandi mannlífinu með tapas í annarri og drykk í hinni. Efst á Römblunni er að finna hinn fræga og aldagamla gosbrunn, La Rambla de Canaletes og út frá Römblunni hlykkjast göngugötur í allar áttir sem geyma litlar búðir, bari, veitingahús og fleiri spennandi viðkomustaði.
Gjaldmiðillinn á Spáni er evra, meðalhitastigið er alltaf gott en rokkar frá 8-17°C á daginn yfir háveturinn og fer upp í 35°C yfir hásumarið.
Barcelona El Prat flugvöllurinn er 12 km suðvestur af miðborg Barcelona og þaðan er u.þ.b. 15 mínútna akstur með leigubíl í miðborgina.
Gaudí og góður matur
Þegar búið er að ramba Römbluna upp og niður er um að gera að færa sig um set og heimsækja hina fallegu kirkju La Sagrada Familia eða „kirkju hinnar heilögu fjölskyldu“ en hún er líklega þekktasta bygging Barcelona og ein af frægustu kirkjum heims. Kirkjan er eftir hinn fræga arkitekt Antoni Gaudí og hófst smíði hennar árið 1882. Gaudí helgaði líf sitt kirkjunni allt til dauðadags. Kirkjan er enn í smíðum en deilt er um hversu langt verkið er komið og segja sumir að smíðin séu aðeins hálfnuð. Fyrir alla aðdáendur Gaudí eru Park Güell og Casa Milà jafnframt ómissandi viðkomustaðir.
Eftir góðan dag á rölti um þessa stórkostlegu borg er um að gera að finna sér góðan veitingastað, til dæmis í gotneska hverfinu, og njóta spænskrar matseldar. Ef nóttin er ung er hægt að kíkja á Flamenco-klúbb og njóta þess að horfa á þennan fallega þjóðdans Spánverja, hlusta á lifandi tónlist, borða dásamlegan mat, skála og mögulega dansa fram á rauða nótt.
Ekki fyrir þig?
Kíktu á hina áfangastaðina okkar
Alicante
Sól og skemmtun
Amsterdam
Túlípanar og tréklossar
Berlín
Menning og ómenning
Brussel
Bjór og belgískar
Cincinnati
Drottning vestursins
Cleveland
Rokkborgin
Dallas-Fort Worth
Draumurinn rætist
Detroit
Bílar, rokk og ról
Dublin
Gleði og góð kaup
Düsseldorf
Tjútt og tíska
Edinborg
Skotapils og sekkjapípur
Frankfurt
Gleði og góðgæti
Gran Canaria
Hiti og hvítar strendur
Kaupmannahöfn
Húmor og hamingja
London Gatwick
Kaupæði og kóngafólk
Montréal
Hönnun og hokkí
New York EWR
Borgin sem aldrei sefur
New York JFK
Frægasta borg í heimi
Nýja-Delí
Ævintýri á Indlandi
Salzburg
Ævintýri og aprés-ski
San Francisco
Brýr og brekkur
St. Louis
Hliðið að villta vestrinu
Tenerife
Sól og sangría
Toronto
Matur og múltíkúltúr
Washington, D.C.
Minnismerki og merkisfólk