London Stansted
Miðstöð menningar
Flug til London Stansted
Fljúgðu með WOW air til London. Þessi fjöruga heimsborg er miðstöð menningar, suðupottur skemmtunar og ein af höfuðborgum hátískunnar. Hér eru verslanir, pöbbar, fótbolti, söfn, iðandi mannlíf og risavaxinn klukkuturn sem vill láta kalla sig Ben. London er jafnframt gnægtabrunnur hinn mesti af sögu, listum, mat og fjölþjóðlegri menningu. Það er ómögulegt að láta sér leiðast í þessari mögnuðu heimsborg.
Listir, saga og menning
London er fjölmennasta borg Evrópusambandsins en íbúar eru nærri 8 milljónir. Í Lundúnum er sannkallað fjölmenningarsamfélag og meira en 300 mismunandi tungumál töluð. Í London er fjöldi staða sem vert er að heimsækja, s.s. Tower of London, Buckinghamhöll og Big Ben auk Þjóðminjasafns Bretlands, Listasafns Bretlands og auðvitað Tate Modern. Áin Thames rennur í gegnum borgina og um að gera að sigla á henni með fljótabátunum og skoða borgina frá þessu sérstaka sjónarhorni.
Aðalverslunargötur Lundúnaborgar eru Oxford Street og Regent Street en markaðir eru líka vinsælir, t.d. í Camden þar sem mikið er lagt upp úr handverki og skapandi götutísku og á Portobello Road í Notting Hill þar sem ægir saman ungum hönnuðum, vintage fötum og antíkverslunum. Svo er það knattspyrnan, leikhúsin og söngleikirnir, barirnir, Michelin-veitingastaðirnir, tískuhúsin, stórborgarmannlífið og öll óteljandi sögufrægu götuhornin. Það er ekki hægt að láta sér leiðast í London.
Cambridge
WOW air flýgur til tveggja flugvalla í Lundúnum - London Stansted og London Gatwick. Ef þú flýgur til London Stansted lendirðu mitt á milli miðborgar London og hinnar sögufrægu Cambridge, en það vill einmitt svo skemmtilega til að næstum allt sem er best í heiminum kemur frá Cambridge, s.s. hinn heimsfrægi Cambridge Háskóli (stofnaður 1209) og hin goðsagnakennda rokkhljómsveit Pink Floyd (stofnuð 1965).
Cambridge er gullfalleg 130.000 manna borg með alvöru enskan karakter. Hér er virkilega gaman að rölta um sögulegar slóðir og virða fyrir sér kirkjur og fallega byggingarlistina. Hér er alltaf eitthvað um að vera, nóg af búðum, mörkuðum, kósí pöbbum og veitingastöðum, en við mælum sérstaklega með fjörugum hátíðum á borð við The Strawberry Fair og The Cambridge Beer Festival.
Fyrir þá sem vilja upplifa ensku klassíkina er tilvalið að skella sér í „punting“ sem er eins konar gondólasigling á ánni Cam og getur verið hin rómantískasta afþreying.
Ekki fyrir þig?
Kíktu á hina áfangastaðina okkar
Alicante
Sól og skemmtun
Amsterdam
Túlípanar og tréklossar
Berlín
Menning og ómenning
Brussel
Bjór og belgískar
Cincinnati
Drottning vestursins
Cleveland
Rokkborgin
Dallas-Fort Worth
Draumurinn rætist
Detroit
Bílar, rokk og ról
Dublin
Gleði og góð kaup
Düsseldorf
Tjútt og tíska
Edinborg
Skotapils og sekkjapípur
Frankfurt
Gleði og góðgæti
Gran Canaria
Hiti og hvítar strendur
Kaupmannahöfn
Húmor og hamingja
London Gatwick
Kaupæði og kóngafólk
Miami
Sjóðheitur suðupottur
Montréal
Hönnun og hokkí
New York EWR
Borgin sem aldrei sefur
New York JFK
Frægasta borg í heimi
Salzburg
Skíði og aprés-ski
San Francisco
Brýr og brekkur
St. Louis
Hliðið að villta vestrinu
Tenerife
Sól og sangría
Toronto
Matur og múltíkúltúr
Washington, D.C.
Minnismerki og merkisfólk