Lyon
Veigar og veitingar
Flug til Lyon
Lyon er miðstöð matar og víngerðar í Frakklandi og ómótstæðileg borg fyrir sælkera og alla sem vilja njóta Frakklands til fullnustu. Það er nóg að sjá, skoða og upplifa í borginni blómlegu hvort sem það er vínsmökkun, rölt um sjarmerandi stræti, búðaráp, heimsókn á safn eða notaleg kvöldstund í leikhúsinu. Lyon tekur vel á móti þér og þínum.
Ljúfa Lyon
Lyon hefur yfirbragð frá miðöldum og er rússibanareið fyrir bragðlaukana, umkringd frábærum vínræktarhéruðum. Borgina prýða einstakar minjar sem eru á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna og svo er þessi fallega miðaldaborg líka ótrúlegt vel staðsett. Láttu WOW-a þér í herlegheitin!
Gjaldmiðillinn í Frakklandi er evra. Hitastigið er ljúft í Lyon og um hásumarið fer meðalhitinn upp í 27°C. Það er frábær valmöguleiki að fljúga til Lyon og keyra um Evrópu meðan á dvölinni stendur. Það eru 470 km frá París til Lyon, 320 km frá Lyon til Marseille, 160 km til Genfar, 280 km til Torínó og 600 km til Barcelona.
Lyon (LYS) flugvöllur er 24 km austur af miðborg Lyon. Mjög góðar rútu- og lestarsamgöngur eru til og frá vellinum.
Matur, list og saga
Urmull af glæsilegum og fallega skreyttum byggingum bíða eftir listunnendum og öðrum áhugasömum í Lyon. Margt er að skoða og sjá og fyrir listaspírur má mæla með safninu Musée des Beaux - Arts de Lyon, sem er aðalsafn borgarinnar en þar má sjá verk eftir heilan haug af frægum listamönnum, s.s. Rubens, Rembrandt, Monet, Gauguin, Picasso, Matisse og fleiri. Lyon-búar eru mjög stoltir af andspyrnuhreyfingu sinni í heimstyrjöldinni síðari og áhugavert er að skoða safn þeirra, The Museeum of Resistance and Deportance, sem er tileinkað henni.
Matargerðin í Lyon, þykir á sérlega háu stigi, jafnvel á franskan mælikvarða. Orðstírinn á sér ef til vill ekki síst rætur í þeirri staðreynd að í grenndinni eru tvö af þekktustu vínræktarhéruðum landsins, Beaujolais í norðri og Côtes du Rhône í suðri. Bara eitt að lokum: Gættu þess að komast ekki í hann krappan, höfuðstöðvar Interpol eru nefnilega í Lyon.
Ekki fyrir þig?
Kíktu á hina áfangastaðina okkar
Alicante
Sól og skemmtun
Amsterdam
Túlípanar og tréklossar
Berlín
Menning og ómenning
Brussel
Bjór og belgískar
Cincinnati
Drottning vestursins
Cleveland
Rokkborgin
Dallas-Fort Worth
Draumurinn rætist
Detroit
Bílar, rokk og ról
Dublin
Gleði og góð kaup
Düsseldorf
Tjútt og tíska
Edinborg
Skotapils og sekkjapípur
Frankfurt
Gleði og góðgæti
Gran Canaria
Hiti og hvítar strendur
Kaupmannahöfn
Húmor og hamingja
London Gatwick
Kaupæði og kóngafólk
Montréal
Hönnun og hokkí
New York EWR
Borgin sem aldrei sefur
New York JFK
Frægasta borg í heimi
Salzburg
Skíði og aprés-ski
San Francisco
Brýr og brekkur
St. Louis
Hliðið að villta vestrinu
Tenerife
Sól og sangría
Toronto
Matur og múltíkúltúr
Washington, D.C.
Minnismerki og merkisfólk