París
Kúltúr og kræsingar
Flug til Parísar
París er borg ljósanna og hún bókstaflega ljómar. Ólgandi ástríður, markaðir, menning og listir. Turnar, torg og blóðheitir Fransmenn. Latínuhverfið, Bastillan og Montparnasse. Oui, oui! París er heillandi, töfrandi, hrífandi! Fljúgðu með WOW air til frönsku höfuðborgarinnar allan ársins hring. Bienvenu!
Ólgandi ástríður, menning og listir í París!
Turnar, torg, ólgandi ástríður og blóðheitir Fransmenn. Menning og listir eins og þið getið í ykkur látið. Montmartre, Signa, Louvre og listaspírur. Sigurbogar, Eiffelturnar, Bastillur og hvað þetta heitir nú allt saman. Við biðjum að heilsa Mónu Lísu, ef þið sjáið hana. WOW fegurð Parísar hleypir sálinni og hjartanu á annað stig og jafnvel hærra. Jarðbundnustu Íslendingar verða listrænir, ástríðufullir og blóðheitir um leið og stigið er á Parísargrund. Það er eitthvað við tungumálið, Eiffelturninn, Sigurbogann, Louvre og Signubakka sem framkallar þessar yfirþyrmandi tilfinningar. Í París er töluð franska. Gjaldmiðillinn er evra og hitinn getur verið frá 3° C um háveturinn yfir í 25 °C um hásumarið.
Charles de Gaulle (GDG) flugvöllur er 25 km norðvestur af miðborg Parísar. Margvíslegar samgöngur bjóðast þaðan: lestir, leigubílar og rútur. Allt eftir smekk og hentugleika hvers og eins.
Hin margslungna Élysées og lýðræðið
Champs-Élysées er með fallegri götum Evrópu og margslungin. Á daginn er yndislegt að fylgjast með iðandi mannlífinu, versla, fá sér cafe au lait og eitthvað franskt í gogginn og færa sig yfir í eðalvínin þegar kvölda tekur en óhætt er að segja að Élysées lumi á fjörugu næturlífi. Fyrir þá sem hafa áhuga á sögu, listum og menningu er París lukkupotturinn og ótalmargt áhugavert að skoða. Hallir og söfn af ýmsu tagi, hvort sem menn hafa áhuga á miðöldum, upplýsingaöldinni eða tuttugustu öldinni. Í París hafa verið ótal konungdæmi, byltingar og valdarán og þar kviknuðu lýðræðishugmyndirnar sem mörkuðu hugmyndafræðileg vatnaskil á 19. öld. Skoðaðu endilega Versali Loðvíks fjórtánda og hallargarðinn, sem er mikilfenglegur yfir sumartímann.
Helstu hverfin sem ferðamenn ættu að skoða í París eru Latínuhverfið, Mýrin, Montmartre og Belleville. Það er frábært að fara um fótgangandi um þessi hverfi með leiðsögumanni. WOW air býður beint flug til Parísar allan ársins hring.
Ekki fyrir þig?
Kíktu á hina áfangastaðina okkar
Alicante
Sól og skemmtun
Amsterdam
Túlípanar og tréklossar
Berlín
Menning og ómenning
Brussel
Bjór og belgískar
Cincinnati
Drottning vestursins
Cleveland
Rokkborgin
Dallas-Fort Worth
Draumurinn rætist
Detroit
Bílar, rokk og ról
Dublin
Gleði og góð kaup
Düsseldorf
Tjútt og tíska
Edinborg
Skotapils og sekkjapípur
Frankfurt
Gleði og góðgæti
Gran Canaria
Hiti og hvítar strendur
Kaupmannahöfn
Húmor og hamingja
London Gatwick
Kaupæði og kóngafólk
Montréal
Hönnun og hokkí
New York EWR
Borgin sem aldrei sefur
New York JFK
Frægasta borg í heimi
Nýja-Delí
Ævintýri á Indlandi
Salzburg
Ævintýri og aprés-ski
San Francisco
Brýr og brekkur
St. Louis
Hliðið að villta vestrinu
Tenerife
Sól og sangría
Toronto
Matur og múltíkúltúr
Washington, D.C.
Minnismerki og merkisfólk