Pittsburgh
Pöbbar og popplist
Flug til Pittsburgh
Pittsburgh er ein mesta íþróttaborg Bandaríkjanna, auk þess að vera þekkt fyrir blómlega menningu, ótrúlegt úrval spennandi safna og tónleikastaða þar sem fjörið endist langt fram á nótt. Þessi „litla“ stórborg sameinar allt það besta sem Bandaríkin hafa upp á að bjóða og er sífellt vinsælli ferðamannastaður. Fáðu fjölbreytta menningu beint í æð og fljúgðu til borgarinnar sem allir eru að tala um. Þú færð ódýrt flug til Pittsburgh hjá WOW air.
Skemmtun fyrir alla fjölskylduna
Pittsburgh er önnur fjölmennasta borg Pennsylvaníu í NA-Bandaríkjunum, með u.þ.b. 300.000 íbúa. WOW air býður upp á beint flug til Pittsburgh International flugvallar, sem er aðeins 14 km frá miðbænum.
Pittsburgh er græn og væn borg með fjölbreytta útvistarmöguleika, og stórbrotið landslagið býður upp á fjölmargar fallegar göngu- og hjólaleiðir við allra hæfi. Fyrir þá sem vilja njóta stórfenglegs útsýnis mælum við með að taka togbrautarvagn upp Mt. Washington og berja tilkomumikið borgarlandslagið augum.
Öll fjölskyldan getur átt góðan dag í dýragarði borgarinnar og í fuglagarðinum, The National Aviary, eru yfir 600 fuglategundir til sýnis. Jafnframt er vísindasafnið, Carnegie Science Center, spennandi viðkomustaður þar sem yfir 250 gagnvirkar sýningar eru í gangi hverju sinni.
Pennsylvanía-fylki löðrar af sveitasjarma og það er alltaf gaman að bregða sér út fyrir borgarmörkin. Til dæmis er hægt að skoða meistarstykki arkitektsins Frank Lloyd Wright „Fallingwater“, sem hann hannaði á fjórða áratug síðustu aldar; eða keyra til Ohiopyle State Park þar sem meðal annars er hægt að prófa klettaklifur, fara í bátsferðir og fleira.
Pittsburgh brúar bilið
Pittsburgh er staðsett á mörkum þriggja stórfljóta, Allegheny, Monongahela, og Ohio-fljótsins. Landslagið er afar hæðótt og borgin umlukin djúpum gilum og gljúfrum. Það eru því hvorki meira né minna en 446 brýr af öllum stærðum og gerðum í borginni, eða þremur fleiri en í Feneyjum, og því ekki að undra að borgin sé stundum kölluð „The City of Bridges“ eða borg brúnna.
Popplistamaðurinn Andy Warhol var frá Pittsburgh og í borginni er stórskemmtilegt safn honum til heiðurs með yfir 4.000 listaverkum. Annar skemmtilegur viðkomustaður fyrir menningarþyrsta ferðalanga er Pittsburgh Museum of Art.
Í Pittsburgh er nóg að bíta og fullt af spennandi veitingastöðum, en borgin var nefnd Matarborg Bandaríkjanna árið 2015 af Zagat. Í „The Strip District“ eða „The Strip“ eins og heimamenn kalla þetta líflega og ört vaxandi hverfi er úrval veitingastaða, og The Waterfront er góður staður til að kynna sér pöbbamenninguna í Pittsburgh. Þeir sem hafa hug á að versla hafa úr nógu að velja en allar helstu verslunarkeðjurnar má finna í borginni, auk sérvörubúða, hátískuverslana og stærri verslunarmiðstöðva.
Allt þetta og miklu meira til gera þennan líflega háskólabæ að einum besta stað í heimi til að sækja heim.
Ekki fyrir þig?
Kíktu á hina áfangastaðina okkar
Alicante
Sól og skemmtun
Amsterdam
Túlípanar og tréklossar
Berlín
Menning og ómenning
Brussel
Bjór og belgískar
Cincinnati
Drottning vestursins
Cleveland
Rokkborgin
Dallas-Fort Worth
Draumurinn rætist
Detroit
Bílar, rokk og ról
Dublin
Gleði og góð kaup
Düsseldorf
Tjútt og tíska
Edinborg
Skotapils og sekkjapípur
Frankfurt
Gleði og góðgæti
Gran Canaria
Hiti og hvítar strendur
Kaupmannahöfn
Húmor og hamingja
London Gatwick
Kaupæði og kóngafólk
Montréal
Hönnun og hokkí
New York EWR
Borgin sem aldrei sefur
New York JFK
Frægasta borg í heimi
Nýja-Delí
Ævintýri á Indlandi
Salzburg
Skíði og aprés-ski
San Francisco
Brýr og brekkur
St. Louis
Hliðið að villta vestrinu
Tenerife
Sól og sangría
Toronto
Matur og múltíkúltúr
Washington, D.C.
Minnismerki og merkisfólk