Tel Aviv
Söguleg strandborg
Flug til Tel Aviv
Fljúgðu með WOW air til Tel Aviv og upplifðu sólríka skemmtun og frábæra matarmenningu við Miðjarðarhafið. Tel Aviv er þekkt fyrir líflegt og iðandi næturlíf, vinalega stemningu, stórmerkilega sögu og magnaða byggingarlist. Tel Aviv er spennandi áfangastaður fyrir þá sem vilja sjá eitthvað nýtt, njóta sólar og skemmta sér í sögulegu umhverfi.
Borgin sem aldrei sefur
Tel Aviv eða „borgin óstöðvandi“ eins og hún er stundum kölluð er önnur stærsta borg Ísraels en þar búa um 430.000 manns. Hún var stofnuð árið 1909 og er að mörgu leyti einstök enda átti hún frá upphafi að vera nútímaleg vestræn borg. Fyrir vikið er borgarskipulagið mjög sérstakt en Tel Aviv er eina borgin í heiminum sem er í grunninn lögð nákvæmlega eftir tillögum skoska frumkvöðulsins Patrick Geddes. Í einum hluta borgarinnar er að finna heimsins mesta safn húsa í Bauhaus-stíl. Þessi borgarhluti kallast Hvíta borgin þar sem mörg húsanna eru einmitt hvít og er á heimsminjaskrá UNESCO fyrir að endurspegla þetta merkilega tímabil í byggingarlistasögu 20. aldarinnar.
Borgin sem byggð var á eyðilegum sandöldum er í dag orðin að einu stærsta fjármálasvæði heims þar sem vísindi og viðskipti eru í öndvegi. En Tel Aviv kann líka að slappa af og er þekkt fyrir magnað skemmtanalíf í borg sem aldrei sefur enda stundum kölluð Manhattan Miðausturlanda. Þar er jafnframt að finna eitt hressasta LGBT-samfélag í heimi en yfir 200.000 manns mæta í Gleðigönguna í Tel Aviv á hverju ári.
Strendur og fagurblátt hafið
Það er óneitanlega kostur að þessi nútímalega borg stendur við Miðjarðarhafið og hún er ofarlega á lista yfir bestu strandborgir heims. Það er eins gott að hafa strönd innan seilingar því meðalhitastig yfir allan sólarhringinn, allt árið í Tel Aviv er 21°C. Hér eru strendurnar 16 talsins og því ættu allir að finna sand við sitt hæfi, allan ársins hring.
Hér mæta Vesturlandabúar kunnuglegri sögu frá öðrum sjónarhóli. Yfir 90% íbúa eru gyðingar en mikill fjöldi þeirra settist hér að um og eftir síðari heimsstyrjöld. Staðsetningarinnar og sögunnar vegna er hér þó að finna fólk hvaðanæva að úr heiminum auk þess sem öll sendiráð Ísraels eru í Tel Aviv og nágrenni sem bætir enn í alþjóðlegan brag borgarinnar. Þetta gerir Tel Aviv að alvöru heimsborg sem sést einna best á ævintýralegri matarmenningunni en hér er hægt að bragða á ljúffengum mat á hverju götuhorni. Tel Aviv er sannarlega ógleymanlegur áfangastaður.
Flogið er á Ben Gurion flugvöll sem er rétt um 15 km frá Tel Aviv og 40 km frá Jerúsalem. Gjaldmiðillinn er sikill (Shekel).
Ekki fyrir þig?
Kíktu á hina áfangastaðina okkar
Alicante
Sól og skemmtun
Amsterdam
Túlípanar og tréklossar
Berlín
Menning og ómenning
Brussel
Bjór og belgískar
Cincinnati
Drottning vestursins
Cleveland
Rokkborgin
Dallas
Draumurinn rætist
Detroit
Bílar, rokk og ról
Dublin
Gleði og góð kaup
Düsseldorf
Tjútt og tíska
Edinborg
Skotapils og sekkjapípur
Frankfurt
Gleði og góðgæti
Gran Canaria
Hiti og hvítar strendur
Kaupmannahöfn
Húmor og hamingja
London Gatwick
Kaupæði og kóngafólk
Miami
Sjóðheitur suðupottur
Montréal
Hönnun og hokkí
New York EWR
Borgin sem aldrei sefur
New York JFK
Frægasta borg í heimi
Salzburg
Skíði og aprés-ski
San Francisco
Brýr og brekkur
St. Louis
Hliðið að villta vestrinu
Tenerife
Sól og sangría
Toronto
Matur og múltíkúltúr
Washington, D.C.
Minnismerki og merkisfólk